1889

Þjóðólfur, 9. júlí 1889, 61. árg., 31. tbl., bls. 123:

Alþingi
Fjárlagafrumvarpið er að miklu leyti sniðið eftir fjárlögunum fyrir yfirstandandi ár. Þó er sumsstaðar nokkuð breytt til.
Af fénu til vegabóta er ætlast til, að árið 1890 gangi 3000 kr. til vegfræðings og 16000 kr., sumpart "til þess að ljúka við byrjaða vegavinnu á aðalpóstveginum frá Reykjavík til Austurlands", sumpart til að bæta þær torfærur á aðalpóstvegum, er mestan gera farartálma, en hitt árið (1891) er ætlast til, að 16000 kr. sé varið "til vegagerðar á aðalpóstleið yfir Húnavatnssýslu eftir tilvísan vegfræðings og til minni háttar vegabóta samkvæmt 5. gr. vegalaganna". Af fjallvegum vill stjórnin láta fullgera veginn á Mosfellsheiði og ef afgangur verður af fénu, þá að halda áfram vegagjörð yfir Grímstunguheiði.


Þjóðólfur, 9. júlí 1889, 61. árg., 31. tbl., bls. 123:

Alþingi
Fjárlagafrumvarpið er að miklu leyti sniðið eftir fjárlögunum fyrir yfirstandandi ár. Þó er sumsstaðar nokkuð breytt til.
Af fénu til vegabóta er ætlast til, að árið 1890 gangi 3000 kr. til vegfræðings og 16000 kr., sumpart "til þess að ljúka við byrjaða vegavinnu á aðalpóstveginum frá Reykjavík til Austurlands", sumpart til að bæta þær torfærur á aðalpóstvegum, er mestan gera farartálma, en hitt árið (1891) er ætlast til, að 16000 kr. sé varið "til vegagerðar á aðalpóstleið yfir Húnavatnssýslu eftir tilvísan vegfræðings og til minni háttar vegabóta samkvæmt 5. gr. vegalaganna". Af fjallvegum vill stjórnin láta fullgera veginn á Mosfellsheiði og ef afgangur verður af fénu, þá að halda áfram vegagjörð yfir Grímstunguheiði.